Skip to main content

Friedrich Nietzsche Efnisyfirlit Æviágrip | Heimspeki | Helstu ritverk | Heimildir og frekara lesefni | Tengt efni | Tenglar | LeiðsagnarvalHver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?Nietzsche - hinn misskildi heimspekingur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983Allt annar Nietzsche; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1997Allt endurtekur sig eilíflega; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1986„Friedrich Nietzsche Society“„Nietzsche Chronicle“Friedrich NietzscheNietzsche's Moral and Political Philosophy

Fólk fætt árið 1844Fólk dáið árið 1900Heimspekingar 19. aldarMeginlandsheimspekingarTilvistarspekingarTrúleysingjarÞýskir fornfræðingarÞýskir heimspekingarÞýskir textafræðingar


15. október184425. ágúst1900þýskurfornfræðingurtextafræðingurheimspekingurmenningutrúarbrögðheimspekisiðferðiskerfum20. aldartilvistarspekifyrirbærafræðipóststrúktúralismapóstmódernísksannleikaRöckenLeipzigFriðriki Vilhjálmi 4.Elisabeth Förster-Nietzsche18461849Naumburg18561854Schulpforta18581864Paul DeussenCarl von Gersdorffforngrískumlatneskum1864guðfræðiHáskólann í BonnFriedrichs Wilhelms RitschlErwin Rohde1865Arthurs SchopenhauerFriedrichs Alberts Lange18671868Richard Wagnertextafræðingurheimspekiprófessorsstöðuklassískri textafræðiHáskólann í Basel18791889












Friedrich Nietzsche




Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu






Jump to navigation
Jump to search





















Vestræn heimspeki
Heimspeki 19. aldar
(Nýaldarheimspeki)

Friedrich Nietzsche
Nafn:
Friedrich Wilhelm Nietzsche
Fædd/ur:

15. október 1844
Dáin/n:
25. ágúst 1900 (55 ára)
Skóli/hefð:Meginlandsheimspeki, undanfari tilvistarspekinnar
Helstu ritverk:
Mannlegt, allt of mannlegt, Svo mælti Zaraþústra, Handan góðs og ills, Um sifjafræði siðferðisins
Helstu viðfangsefni:
siðfræði, sifjafræði siðferðisins, frumspeki, þekkingarfræði, fagurfræði
Markverðar hugmyndir:þrælasiðferði, ofurmennið, eilíf endurkoma hins sama, viljinn til valds, tómhyggja, apollónísk-díonýsísk tvíhyggja
Áhrifavaldar:
Herakleitos, Sókrates, Platon, Michel de Montaigne, Johann Wolfgang von Goethe, Arthur Schopenhauer, Jacob Burckhardt, Richard Wagner
Hafði áhrif á:
Rainer Maria Rilke, Muhammad Iqbal, Sigmund Freud, Carl Jung, Theodor Adorno, Martin Heidegger, Georges Bataille, Albert Camus, Jean-Paul Sartre, George Santayana, Martin Buber, Ayn Rand, Karl Jaspers, Michel Foucault, Jacues Derrida, Gilles Deleuze, Franz Kafka, Judith Butler, Oswald Spengler

Friedrich Wilhelm Nietzsche (15. október 1844 – 25. ágúst 1900) var þýskur fornfræðingur, textafræðingur og heimspekingur. Gagnrýni hans á menningu, trúarbrögð og heimspeki síns tíma snerist að verulegu leyti um spurningar um jákvæð og neikvæð viðhorf til lífsins í hinum ýmsu siðferðiskerfum. Ritverk Nietzsches einkennast af kraftmiklum stíl, skarpskyggni og hárfínni nálgun við viðfangsefnið. Nietzsche var ekki gefinn mikill gaumur meðan hann lifði en á síðari hluta 20. aldar hefur hann hlotið viðurkenningu sem mikilvægur hugsuður í nútímaheimspeki. Á 20. öld hafði hann mikil áhrif á tilvistarspeki, fyrirbærafræði, póststrúktúralisma og póstmódernísk viðhorf. Skiptar skoðanir eru um hvernig beri að túlka heimspeki Nietzsches. Stíll hans og róttæk gagnrýni á viðtekin gildi og hugmyndina um hlutlægan sannleika valda erfiðleikum í túlkun verka hans.


Sumar af meginkenningum hans eru að harmleikur sé játun lífsins, hugmyndin um eilífa endurkomu hins sama, höfnun á platonisma, kristni, jafnaðarhugsjónum 19. aldarinnar.




Efnisyfirlit





  • 1 Æviágrip


  • 2 Heimspeki

    • 2.1 Ofurmennið


    • 2.2 Eilíf endurkoma hins sama



  • 3 Helstu ritverk


  • 4 Heimildir og frekara lesefni


  • 5 Tengt efni


  • 6 Tenglar




Æviágrip |




Friedrich Nietzsche árið 1861.


Friedrich Wilhelm Nietzsche fæddist þann 15. október árið 1844. Hann ólst upp í smábænum Röcken, skammt frá Leipzig. Hann var nefndur eftir Friðriki Vilhjálmi 4., Prússakonungi, sem varð 49 ára gamall daginn sem Nietzsche fæddist. Foreldrar Nietzsches voru Carl Ludwig (1813–1849), lútherskur prestur og fyrrverandi kennari, og eiginkona hans Franziska Oehler (1826–1897). Þau giftust árið áður en Nietzsche fæddist. Systir hans, Elisabeth Förster-Nietzsche, fæddist árið 1846 og yngri bróðir þeirra Ludwig Joseph Nietzsche tveimur árum síðar. Faðir Nietzsches lést árið 1849 og Ludwig Jospeh ári síðar. Fjölskyldan fluttist þá búferlum til Naumburg, þar sem hún bjó hjá föðurforeldrum Nietzsches og ógiftum föðursystrum hans tveimur. Eftir að amma Nietzsches lést árið 1856 flutti Nietzsche ásamt móður sinni og systur í eigið hús.


Nietzsche gekk í drengjaskóla og síðar í einkaskóla þar sem hann eignaðist vinina Gustav Krug og Wilhelm Pinder, sem báðir voru úr virðulegum fjölskyldum. Árið 1854 hóf hann nám við Domgymnasium í Naumburg en þegar hann hafði sýnt að hann hafði mikla tónlistarhæfileika og góða málakunnáttu hlaut hann inngögnu í Schulpforta skólann, þar sem hann nam frá 1858 til 1864. Þar kynntist hann Paul Deussen og Carl von Gersdorff. Á þessum árum samdi hann bæði ljóð og tónverk. Í Schulpforta hlaut Nietzsche mikilvæga menntun í bókmenntum, einkum forngrískum og latneskum bókmenntum. Hann var einnig í fyrsta sinn í burtu frá fjölskyldu sinni og kristnu smábæjarsamfélagi.


Eftir að Nietzsche lauk grunnámi sínu árið 1864 hóf hann nám í guðfræði og klassískri textafræði við Háskólann í Bonn. Að fyrstu önninni lokinni hætti hann í guðfræði móður sinni til mikilla vonbrigða og glataði trúnni. Hann einbeitti sér að textafræðinni undir leiðsögn Friedrichs Wilhelms Ritschl. Ári síðar elti hann Ritschl til Leipzig og nam við háskólann þar. Þar kynntist hann Erwin Rohde.


Árið 1865 kynntist Nietzsche ritum Arthurs Schopenhauer og las einnig rit Friedrichs Alberts Lange, Geschichte des Materialismus (Sögu efnishyggjunnar) ári síðar. Hvort tveggja veitti honum mikla örvun og víkkuðu sjóndeildarhring hans út fyrir textafræðina. Árið 1867 gerðist Nietzsche sjálfboðaliði í prússneska stórskotaliðinu í Naumburg í eitt ár. En hann meiddist er hann féll af hestbaki í mars árið 1868 og gat því ekki gegnt herþjónustu. Síðar sama ár kynntist hann Richard Wagner.


Nietzsche hóf starfsferil sinn sem textafræðingur en sneri sér síðar að heimspeki. Þegar hann var 24 ára gamall fékk hann prófessorsstöðu í klassískri textafræði við Háskólann í Basel en sagði stöðunni lausri árið 1879 vegna slæmrar heilsu sinnar, sem hrjáði hann það sem eftir var ævinnar. Árið 1889 fór hann að sýna einkenni alvarlegrar geðbilunar og síðustu ár ævinnar var hann í umsjá móður sinnar og systur. Hann lést þann 25. ágúst árið 1900.



Heimspeki |



Ofurmennið |


Eitt af mikilvægustu hugtökunum í heimspeki Nietzsches er ofurmennið (á þýsku Übermensch). Nietzsche stillir ofurmenninu upp andspænis síðasta manninum, sem virðist vera eins konar ýkt útgáfa af stefnumarkinu sem var sameiginlegt pólitískum hugsjónum frjálslyndra demókrata, borgaralegra afla, sósíalista og kommúnista. Fleirtalan Übermenschen (ofurmennin) kemur aldrei fyrir í ritum Nietzsches en sú staðreynd skilur þau að frá túlkun nasista á ritum hans. Michael Tanner hefur haldið því fram að ofurmenni merki mann sem lifi lífinu handan ánægju og þjáningar „vegna þess að gleði og sársauki eru ... óaðskiljanleg.“



Eilíf endurkoma hins sama |


Önnur hugmynd Nietzsches er hugmyndin um eilífa endurkomu hins sama. Fræðimenn eru ekki á einu máli um hvernig beri að túlka hugmyndina. Samkvæmt einni túlkun var Nietzsche að setja fram hugsunartilraun til að skera úr um hver það er sem lifir lífinu í raun af hreysti: Maður verður að ímynda sér að lífið sem við lifum endi ekki einfaldlega þegar maður deyr, heldur endurtaki það sig aftur og aftur um alla eilífð, þannig að sérhvert augnablik endurtaki sig nákvæmlega eins og áður, endalaust. Þeir sem hryllir við hugmyndinni hafa enn ekki lært að elska og meta lífið á þann máta sem Nietzsche myndi dást að; en þeir lifa lífinu rétt sem taka hugmyndinni fagnandi.


Sumir fræðimenn telja að Nietzsche hafi átt við eitthvað annað og meira en hugsunartilraun og að hann hafi meint hana í bókstaflegri skilningi. Afleiðingin væri þá sú að það væri enn mikilvægara að lifa lífinu rétt, úr því að maður mun lifa sama lífinu á nýjan leik.


Hugmyndin er meðal annars reifuð í Hinum hýru vísindum og í Svo mælti Zaraþústra.



Helstu ritverk |



  • Fæðing harmleiksins úr anda tónlistarinnar (Die Geburt der Tragödie aus dem Geiste der Musik), 1872


  • Ótímabærar hugleiðingar (Unzeitgemässe Betrachtungen), 1873-1876


  • Mannlegt, allt of mannlegt: Bók fyrir frjálsa anda (Menschliches, Allzumenschliches: Ein Buch für freie Geister), 1878


  • Dögun (Morgenröte: Gedanken über die moralischen Vorurteile), 1881


  • Hin glaðbeittu vísindi (Die fröhliche Wissenschaft einnig nefnd La gaya scienza), 1882/1887


  • Svo mælti Zaraþústra: Bók fyrir alla og engan (Also sprach Zarathustra: Ein Buch für Alle und Keinen), 1883-5


  • Handan góðs og ills (Jenseits von Gut und Böse), 1886


  • Af sifjafræði siðferðisins (Zur Genealogie der Moral: Eine Streitschrift), 1887


  • Dæmi af Wagner - vandi tónskálds (Der Fall Wagner – Ein Musikanten-Problem), 1888


  • Ljósaskiptin eða hvernig maður stundar heimspeki með hamri (Götzen-Dämmerung oder Wie man mit dem Hammer philosophiert), 1888


  • Andkristur (Der Antichrist), 1888


  • Sjá manninn: Hvernig maður verður það sem maður er (Ecce Homo: Wie man wird, was man ist), 1888


  • Nietzsche gegn Wagner (Nietzsche contra Wagner), 1888


  • Viljinn til valds (Der Wille zur Macht), (Eftirlátið handrit, gefið út af systur Nietzsches að honum látnum)


Heimildir og frekara lesefni |


  • Fyrirmynd greinarinnar var „Friedrich Nietzsche“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. apríl 2006.

  • Benson, Bruce Ellis. Pious Nietzsche: Decadence and Dionysian Faith. (Indiana University Press, 2007).

  • Berkowitz, Peter. Nietzsche: The Ethics of an Immoralist (Cambridge, MA.: Harvard University Press, 1995).

  • Deleuze, Gilles. Nietzsche and Philosophy. Hugh Tomlinson (þýð.) (Athlone Press, 1983).

  • Kaufmann, Walter. Nietzsche: Philosopher, Psychologist, Antichrist. (Princeton: Princeton University Press, 1974).

  • Lampert, Laurence. Nietzsche's Teaching: An Interpretation of "Thus Spoke Zarathustra". (New Haven: Yale University Press, 1986).

  • Nehamas, Alexander. Nietzsche: Life as Literature (Cambridge, MA.: Harvard University Press, 1985).

  • Pletsch, Carl. Young Nietzsche: Becoming a Genius (New York: The Free Press, 1991).

  • Tanner, Michael. Nietzsche. (Oxford: Oxford University Press, 1994).

  • Wicks, Robert. Nietzsche (Oxford: Oneworld, 2002).

  • Young, Julian. Friedrich Nietzsche: A Philosophical Biography (Cambridge: Cambridge University Press, 2010).


Tengt efni |


  • Søren Kierkegaard

  • Jean-Paul Sartre

  • Arthur Schopenhauer

  • Tómhyggja


Tenglar |





 

Einkennismerki Wikitilvitnunar



Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
Friedrich Nietzsche






 




Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Friedrich Nietzsche




  • Vísindavefurinn: „Hver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?“


  • Nietzsche - hinn misskildi heimspekingur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983


  • Allt annar Nietzsche; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1997


  • Allt endurtekur sig eilíflega; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1986

erlendir


  • „Friedrich Nietzsche Society“


  • „Nietzsche Chronicle“ (ítarlegt æviágrip)




  • Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Friedrich Nietzsche“




  • Stanford Encyclopedia of Philosophy: „Nietzsche's Moral and Political Philosophy“




Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Friedrich_Nietzsche&oldid=1624186“










Leiðsagnarval



























(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.072","walltime":"0.114","ppvisitednodes":"value":461,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":7612,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":2963,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":13,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 50.367 1 -total"," 46.10% 23.219 1 Snið:Heimspekingur"," 35.47% 17.864 1 Snið:Dauðadagur_og_aldur"," 17.60% 8.864 1 Snið:Commonscat"," 16.29% 8.204 1 Snið:MÁNAÐARNAFN"," 11.90% 5.994 1 Snið:Wikivitnun"," 9.41% 4.741 1 Snið:MÁNAÐARNÚMER"," 7.61% 3.832 2 Snið:Aldur_á_degi"," 6.86% 3.453 1 Snið:Wpheimild"," 6.83% 3.440 1 Snið:Vísindavefurinn"],"cachereport":"origin":"mw1239","timestamp":"20190602150806","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Friedrich Nietzsche","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Friedrich_Nietzsche","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q9358","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q9358","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2006-04-04T03:26:45Z","dateModified":"2019-02-10T23:59:19Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/1/1b/Nietzsche187a.jpg"(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":138,"wgHostname":"mw1329"););

Popular posts from this blog

Canceling a color specificationRandomly assigning color to Graphics3D objects?Default color for Filling in Mathematica 9Coloring specific elements of sets with a prime modified order in an array plotHow to pick a color differing significantly from the colors already in a given color list?Detection of the text colorColor numbers based on their valueCan color schemes for use with ColorData include opacity specification?My dynamic color schemes

Invision Community Contents History See also References External links Navigation menuProprietaryinvisioncommunity.comIPS Community ForumsIPS Community Forumsthis blog entry"License Changes, IP.Board 3.4, and the Future""Interview -- Matt Mecham of Ibforums""CEO Invision Power Board, Matt Mecham Is a Liar, Thief!"IPB License Explanation 1.3, 1.3.1, 2.0, and 2.1ArchivedSecurity Fixes, Updates And Enhancements For IPB 1.3.1Archived"New Demo Accounts - Invision Power Services"the original"New Default Skin"the original"Invision Power Board 3.0.0 and Applications Released"the original"Archived copy"the original"Perpetual licenses being done away with""Release Notes - Invision Power Services""Introducing: IPS Community Suite 4!"Invision Community Release Notes

199年 目錄 大件事 到箇年出世嗰人 到箇年死嗰人 節慶、風俗習慣 導覽選單